tisa: Háspenna lífshætta
föstudagur, mars 03, 2006
Háspenna lífshætta
Á föstudögum er ferðum mínum í skólann þannig hagað að ég þarf að skipta yfir í leið 15 hjá Landsspítalanum til að fara í leikfimi. Það hefur alltaf verið þannig að 15 komi þremur mínútum eftir að ég stíg út úr s3. En ó nei, ekki í morgun þegar það er fimm stiga frost og vindur og ég, eins og mér einni er lagið, er berfætt í opnum skóm. Ég stóð þarna á umferðareyju fyrir framan Landsspítalann í hálfa klukkustund. Ég varð svona frekar pirruð. Þegar vagninn lét svo loksins sjá sig fékk ég þá skýringu að hann hefði keyrt yfir á rauðu ljósi með þeim afleiðingum að lögreglan stoppaði strætó. Og þetta bitnaði á greyið berfættu stúlkuni sem vildi bara fara í leikfimi. Ég fór með pápanum að sækja um æfingarleyfi í dag. Einhver ofurhress karl sem reytti af sér brandara frá vinstri til hægri stimplaði á blað og gaf okkur auka spegil í bílinn. Ég velti því fyrir mér hvort að það hafi verið vegna þess að ég er örvhent. Mig grunar samt að pabbi sé spenntari fyrir þessu en ég því að hann var búin að klippa út bílaauglýsingar fyrir mig og honum er alveg sama þó að ég fái ekki leyfið fyrr en eftir helgi, við förum bara út úr bænum segir hann, Mosó eða eitthvað. En samkvæmt pabba er framtíðarbíllinn minn Cadillac '85 eða einhver stór jeppi... right Annars er ég að leita eftir einhverju stórskemmtilegu og ódýru til að gera um helgina, endilega hafa samband, ég mun bíða við símann í allan dag og í alla nótt. Tinna - Leti er lífstílltisa at 16:30
3 comments